Hvernig gengur?

Hvernig gengur?

Já hvernig gengur, það gengur hægt en þokast þó. Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast, þó ekkert sé fullklárað enn.

Það er að koma mynd á eldhúsið og eitt af því sem er að verða komið er borðplatan. Við gældum við þá hugmynd að fá okkur eikarborðplötu en ákváðum að spara smá og nýta það efni sem við eigum. Við eigum heilu bunkana af gamla gólfinu okkar, yfir 100 ára gömul furuborð með mikinn karakter og því var alveg tilvalið að nýta þau í þetta verkefni.

20180826_123815.jpg
20180826_123751.jpg

Fyrst settum við krossviðarplötur ofan á innréttinguna sem grunn undir furuborðin. Það þurfti aðeins að verka borðin, hefla þau til og skera nótina af svo hægt sé að leggja þau þétt saman.

Duplicate-State.jpg
20180827_182214.jpg
2018-08-26-18.56.56.jpg

Borðin eru með allnokkrum skemmdum eftir nagla og víða brotin frá því þau voru rifin upp. Stærstu skemmdirnar voru fylltar með epoxy en minni göt með filler.

2018-08-27-18.49.34.jpg
2018-09-17-19.54.19.jpg
Kanturinn kominn á

Kanturinn kominn á

Síðan var pússað og pússað þar sem borðin eru misþykk.

2018-11-11-19.40.36.jpg
2018-09-04-11.36.51.jpg
2018-09-04-11.35.45.jpg

Að lokum var olíuborið.

2018-11-11-19.38.32.jpg
2018-11-11-20.32.44.jpg
2018-11-11-19.47.21.jpg
2018-11-11-20.01.10.jpg
2018-11-11-20.31.15.jpg

Í upphafi hugsuðum við þetta sem bráðabirgðalausn en útkoman er bara verulega góð að okkar mati, og gaman að geta nýtt upprunalegan efnivið úr húsinu. Restin af eldhúsinu er svo efni í annan póst, en þetta er farið að líkjast eldhúsi og verður vonandi tilbúið von bráðar. Hvort jólasteikin verður elduð þarna er óvíst en það skiptir engu, erum svo ánægð með þennan áfanga.

En að öðru (litlu) verkefni. Mæðginin tóku sig til eina helgina og máluðu ógeðisvegginn undir stiganum.

2018-09-08-12.49.10.jpg

Okkur dettur í hug að steypumót hafi sprungið í denn og þess vegna sé veggurinn svona grófur. Hann verður hulinn þegar neðri hæðin fær smá ást en þangað til getur málning hjálpað til.

2018-09-08-12.46.44.jpg
Þetta var gaman í svona 10 mínútur

Þetta var gaman í svona 10 mínútur

2018-09-09-11.47.03.jpg
Aðeins betra

Aðeins betra

Litlu sigrarnir. Þetta þokast hjá okkur hérna við Lækinn og alltaf gaman að sjá framfarir. Vikurnar þjóta hjá og stundum þarf líka að slaka á og njóta. Næst verður vonandi allsherjar eldhúsfærsla, en það er enn eftir töluverð smíðavinna þar. Þar til næst, endum þetta á erikum í haustsólinni.

2018-08-28-18.34.19.jpg
Lífið - 2. hluti

Lífið - 2. hluti

6 mánuðum síðar

6 mánuðum síðar