Strákaherbergið

Strákaherbergið

Á efri hæðinni hjá okkur er lítið herbergi sem kallað var “strákaherbergið” af fyrri eigendum. Miðað við kynjahlutföllin á heimilinu býst ég við það verði áfram kallað svo. Í vor byrjuðum við að taka þetta herbergi í gegn, en í öllum okkar framkvæmdum hingað til hefur þetta herbergi þjónað hlutverki ruslageymslu.

Herbergið var því tæmt og hafist handa. Í leiðinni var stigaopið stækkað svo að gestir, hærri í loftinu en heimilisfólkið, reki ekki höfuðið í á leiðinni upp og niður stigann.

Ruslakompan og þolinmóður eigandi herbergisins

Ruslakompan og þolinmóður eigandi herbergisins

Ruslið farið

Ruslið farið

Hin hliðin

Hin hliðin

Svo kom skemmtilegi hlutinn, að fjarlægja klæðningu og striga af veggjum og sjá hvað er á bak við. Við vorum sannarlega ekki svikin, frekar en fyrri daginn. Gulgrænt blómaveggfóður með áletrun fyrri eiganda herbergisins, sem hefur verið sérlegur áhugamaður um bardagaíþróttir og Plymouth Duster, og dásamlegt neon 70’s veggfóður.

IMG_6666.jpg
2020-03-26-16.37.06.jpg
2020-03-27-09.59.14.jpg
IMG_6656.jpg
2020-04-02-10.48.49.jpg

Svarti tjargaði veggurinn er gamall útveggur, en þetta litla herbergi er hluti af viðbyggingu sem tengir okkar hús við næsta hús.

IMG_6667.jpg

Undir veggfóðrinu á gluggaveggnum var svo frekar illa farinn panill.

IMG_6674.jpg

Herbergið var dúkalagt og dúkurinn flaug auðveldlega af, en annað er að segja um spónaplöturnar sem voru undir honum. Húsbóndinn vann þrekvirki við að fjarlægja þær og pússa gólfið upp.

IMG_6678.jpg
IMG_6680.jpg

Panillinn var ekki í góðu standi svo við ákváðum að klæða nýjan panil yfir þann gamla í stað þess að reyna að lappa upp á hann.

2020-03-28-17.48.41.jpg
Tjöruveggurinn grunnaður.

Tjöruveggurinn grunnaður.

Karate skrapað af, ákveðin eftirsjá.

Karate skrapað af, ákveðin eftirsjá.

Stiginn er undir herberginu svo til að stækka stigaopið rifum við skápinn og part af veggnum.

IMG_6726.jpg
IMG_6730.jpg
IMG_6820.jpg

Herbergið minnkaði aðeins við þessa aðgerð en töluvert þægilegra er að ganga um stigann. Hvernig við nýtum plássið í kringum þennan risa kassa er svo annað mál.

Húsbóndinn málar.

Húsbóndinn málar.

Ta da!

Ta da!

Mikil og góð breyting og frábært að geta loksins nýtt þetta litla huggulega herbergi. Það hefur verið nýtt sem gestaherbergi síðan það kláraðist, en næst á dagskrá er að innrétta það fyrir krónprinsinn á heimilinu, með tilheyrandi Lego-hirslum og öðru sem 6 ára drengir þrá.

Þetta herbergi er lang stærsta verkefnið sem við höfum farið í seinasta árið, en við eigum mörg minni verkefni í pokahorninu sem rata fljótlega hingað inn.

IKEA hack

IKEA hack