6 mánuðum síðar
...en hver er að telja? Pásunni er lokið í bili enda allir orðnir spenntir (örvæntingarfullir) að fá að nýta efri hæðina. Sumarfríið okkar hingað til hefur farið í það að leggja furuborð á restina af gólfinu og setja upp eldhús.
Þar sem upprunalegu furuborðin duga ekki á restina af gólfinu, og ómögulega mikil vinna að leggja þau aftur, keyptum við ný gólfborð í Byko.
Gamla furan er nú samt falleg og nýtur sín í stofunni.
Miðað við gamla gólfið tók enga stund að leggja það nýja, með góðri hjálp.
Byrjað að leggja í eldhúsinu
Gömul fura og ný
Borðin eru skrúfuð niður og töppuð.
Það þarf fjöldann allan af töppum í þetta verkefni, og svona eru þeir gerðir.
Prinsinn er líka í sumarfríi og þurfti stundum að passa sig sjálfur...
Þetta er ekki uppeldisblogg
Við settum svarta fúgu á milli gólfborðanna.
Í stað þess að lakka gólfið bárum við olíu á það. Við völdum litaða olíu til dekkja gólfið smá.
Tilbúið fyrir olíu
Olían rúlluð á
Búið að pólera
Liturinn dregur fram alla kvista og æðar, nóg af þeim í furunni. Við erum mjög ánægð með litinn og fúguna, kemur skemmtilega út og gerir gólfið ögn meira "gamalt". Gólfið í eldhúsinu fékk forgang því við viljum fara að koma upp innréttingu. Það eru komnar upp nokkrar einingar og heimilistækin eru að týnast inn hvert af öðru. En meira um það næst, eftir ca hálft ár.