Upphafið

Upphafið

Í október 2016 festum við kaup á gömlu bárujárnshúsi við lækinn í Hafnarfirði. Húsið var byggt árið 1905 en var síðan lyft árið 1938 og byggð hæð undir það.

Breytingin á Lækjargötu 9, 1938

Breytingin á Lækjargötu 9, 1938

Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og það var ekkert verkefni aðkallandi þegar við fengum afhent. Upphaflega ætluðum við bara að mála og láta það gott heita. Jafnvel skipta um höldur í eldhúsinu. En eins og oft gerist þá vatt þetta rækilega upp á sig og við stöndum núna í því að gera húsið eins upprunalegt og hægt er, ásamt því að opna rými og nýta allt pláss eins vel og mögulegt er.

Skipt um höldur í eldhúsinu...

Skipt um höldur í eldhúsinu...

Framkvæmdir eru enn í gangi og á meðan höfum við hreiðrað um okkur á neðri hæðinni. Spennandi tímar framundan og við ætlum að vera dugleg að skjalfesta framkvæmdirnar hérna inni.

Falinn fjársjóður

Falinn fjársjóður