Falinn fjársjóður
Þegar við rifum klæðningu og striga af veggjum og lofti komu í ljós síður úr dagblöðum frá fyrri hluta 20. aldar. Íslensk, ensk og dönsk dagblöð voru lögð undir strigann sem strengdur var yfir panel á veggjum og í lofti. Flest dagblöðin lifðu ekki af og molnuðu í tætlur en við fundum þó nokkrar skemmtilegar auglýsingar og greinar. Myndirnar tala sínu máli :)
Talsími 137
Gives pleasure in walking
Glebe sykur er bestur
Hagsýnar húsmæður
Hyggnar húsmæður
Enskar húfur og kaskeiti
Náttkjólar á 8.50 kr, já takk.
King Kong 1933
...að skemta sjer vel
Þessi flottu veggfóður verða að vera með en þau leyndust víða um hús, í mismörgum lögum. Og smádótið neðst fannst milli þilja í barnaherberginu.
Það eru enn nokkrir veggir sem við eigum eftir að hreinsa af, hlökkum til að sjá hvað leynist þar undir.