Fyrir / eftir: eldhúsið

Fyrir / eftir: eldhúsið

Eldhús já, hvað er það? Við höfum ekki verið með eldhús síðan við fluttum inn í lok janúar. Upprunalega stóð til að nota eldhúsið sem var til staðar, enda var það mjög vel með farið. Við vildum þó mála það, skipta um höldur og gera pláss fyrir uppþvottavél. En þegar við vorum búin að taka af allar klæðningar í stofunni gátum við ekki sleppt eldhúsinu. Niðurstaðan var því að taka eldhúsið niður og setja það aftur upp eftir yfirhalningu á veggjum. Við sáum hins vegar að það voru gamlar rakaskemmdir í vaskaskáp og ryk og fita á efri skápum eins og gengur og gerist eftir áratuga notkun. Innréttingin mun því ekki fara upp aftur í eldhúsinu, heldur fær hún að gegna öðru hlutverki síðar.

Rýmið er búið að ganga í gegnum ýmislegt og er langt frá því tilbúið. Við sjáum myndir:

Eldhúsið var mjög snyrtilegt - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Eldhúsið var mjög snyrtilegt - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Gatið inn í eldhúsið var ansi smátt

Gatið inn í eldhúsið var ansi smátt

Veggurinn tekinn

Veggurinn tekinn

Veggurinn farinn, opnar rýmið mjög mikið

Veggurinn farinn, opnar rýmið mjög mikið

Innréttingar á leiðinni niður. Þessi forláta Rafha vifta er núna fyrir norðan hjá nýjum eiganda

Innréttingar á leiðinni niður. Þessi forláta Rafha vifta er núna fyrir norðan hjá nýjum eiganda

Svo skemmtilegt að finna þetta bleika veggfóður

Svo skemmtilegt að finna þetta bleika veggfóður

Allt farið af veggjum og lofti

Allt farið af veggjum og lofti

Hér er búið að lagfæra veggi og rafmagn

Hér er búið að lagfæra veggi og rafmagn

Yfirhalning á gólfi, búið að losa gólfborðin í eldhúsinu

Yfirhalning á gólfi, búið að losa gólfborðin í eldhúsinu

Svona er staðan í dag. Þegar búið er að gera gólfið getum við loksins fengið eldhús aftur. Húsfreyjan getur ekki beðið eftir að geta eldað aftur, en þangað til er það bara skyr og brauð...

Garðurinn

Garðurinn

Fyrir / eftir: stofan

Fyrir / eftir: stofan