Áramótastaða

Áramótastaða

Fjölskyldan við Lækinn er að vakna aftur til lífsins eftir einstaklega róleg og ljúf jól í sumarbústað. Það hefur verið lítið um fréttnæmar framkvæmdir undanfarinn mánuð, en blessað gólfið hefur tekið allan okkar tíma. Við höfum fengið góða hjálp frá vinum við að reyna að klára þetta, og viti menn, það er komið gólf.

Verið að klára síðustu bitana

Verið að klára síðustu bitana

Alveg að koma...

Alveg að koma...

Gólfplötur komnar á allan flötinn

Gólfplötur komnar á allan flötinn

Svona er staðan í dag. Þvílík gleði að geta gengið óhindrað um hæðina, án þess að eiga það á hættu að detta í gegnum loftaklæðninguna. Okkur er næstum sama þó að gólfið sé grænt, en það verður (vonandi) ekki þannig lengi. Næsta mál á dagskrá er að leggja gömlu gólfborðin niður aftur og gera gólfið fallegt.

Framkvæmdir af öðrum toga áttu sér einnig stað, en húsfreyjan sat ekki auðum höndum á aðventunni meðan unnið var í gólfinu og föndraði dagatal í jólagjöf handa vinum og ættingjum.

 

2017-12-30-12.03.45.jpg
2017-12-30-12.06.56.jpg
2017-12-30-12.07.25.jpg
2017-12-30-12.08.04.jpg
2018_dagatal-2.jpg
2018_dagatal-13.jpg
myndir.jpg

Sem smá áramótagjöf og þakkir fyrir að fylgjast með ætla ég að vera sjálfhverf og bjóða lesendum að sækja dagatalið með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Dagatal 2018

Það má líka hafa samband hérna á síðunni fyrir prentað eintak.

2018 verður frábært ár, ég hef það á tilfinningunni að þetta verði árið sem við fáum eldhús.

Gleðilegt nýtt ár!

 

1 / 3

1 / 3

Lífið

Lífið