Hálfur apótek

Hálfur apótek

'Hálfur apótek' er nafnið á málningunni sem við völdum fyrir veggina. Við þurftum að gera svefnherbergin á neðri hæðinni tilbúin í hraði til að geta flutt inn. Húsfreyjan var því send í málningarverslun að velja hvíta málningu. Hvítur er jú ekki bara hvítur. Eftir vangaveltur um Rut Kára, Kiddahvítan og Antík varð fyrir valinu hlýlegur tónn sem heitir Hálfur apótek frá Flügger Hörpuskin.

En áður en hægt var að mála varð að fjarlægja smá meiri striga.

Séð inn bæði svefnherbergin - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Séð inn bæði svefnherbergin - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Hjónaherbergið - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Hjónaherbergið - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Hvað leynist undir?

Hvað leynist undir?

Striginn var farinn að poka á veggjunum og lítið mál að fletta honum af. Þetta var töluvert snyrtilegri vinna en á efri hæðinni, enda er neðri hæðin yngri en sú efri og engin dagblöð undir striganum.

Snyrtilegur panell undir

Snyrtilegur panell undir

Rifið úr loftinu 

Rifið úr loftinu 

2016-12-07-20.34.51.jpg
Strigi og veggfóður á bak og burt og búið að spartla í millivegginn og fúga panelinn.

Strigi og veggfóður á bak og burt og búið að spartla í millivegginn og fúga panelinn.

Ég fékk gott ráð frá samstarfskonu varðandi málningarvinnu á panel. Til að forðast það að málningin springi í nótinni, þá lokuðum við nótinni með fúgukítti. Við notuðum hvíta akrílfúgu á bæði loft og veggi. Það var vægast sagt mikil vinna.

Hér sést betur hvernig fúgað var í allar raufar.

Hér sést betur hvernig fúgað var í allar raufar.

Næsta skref var að grunna panelinn með stopper. Hann hindrar það að viðurinn blæði í gegn, sérstaklega kvistar. Við notuðum Flügger Interior Stop Primer.

Það er mjög seinlegt að mála panel þar sem ekki er hægt að nota rúllu, bæði út af rúlluförum sem passa ekki við panel (að okkar mati), og líka út af nótinni sem þarf að fara sérstaklega ofan í með pensli.

Tengdamamma (Helga) grunnar

Tengdamamma (Helga) grunnar

Loftið líka grunnað

Loftið líka grunnað

Stebbi tengdapabbi fórnar sér við málningarvinnuna

Stebbi tengdapabbi fórnar sér við málningarvinnuna

Þegar loks kom að því að smyrja hálfum apótek á veggina fékk húsfreyjan smá áfall, enda liturinn mjög langt frá hvítum. Hann er nær gulum eða brúnum, 'beige' mætti segja. En liturinn vandist að lokum, hann passar vel við panelinn og kemur vel út með hvítum listum og gluggakörmum.

Loftið var málað með hvítri almattri Flutex loftamálningu, einnig frá Flügger. Hún kemur ótrúlega vel út á panelnum.

2017-01-20-22.26.18.jpg
2017-01-25-23.37.17.jpg

Þegar hér er komið við sögu urðum við að flytja inn. Við náðum hvorki að klára gólfin né gluggana svo það bíður betri tíma.

Myndgæðin eru ekki frábær þar sem öll þessi vinna fór fram í svartasta skammdeginu í lok desember og janúar, lesendur eru beðnir að afsaka það.

Svo er kannski réttast að taka það fram að færslan er ekki kostuð af Flügger.

Haustverkin

Haustverkin

Fyrir / eftir: stiginn

Fyrir / eftir: stiginn