Dagatal 2020

Dagatal 2020

Bloggið okkar hefur aðeins fengið að víkja fyrir fljótlegri færslum á samfélagsmiðlum síðustu mánuði, en það skrifast helst á nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann Kolbein Búra draumadreng.

Kolbeinn Búri - Mynd: Linda myndar

Kolbeinn Búri - Mynd: Linda myndar

Við erum þó að reyna að taka okkur saman og vera virk fyrir jólin, en við ákváðum að bjóða dagatalið okkar til sölu í ár. Fjölskylda og vinir hafa undanfarin ár fengið heimagert dagatal frá okkur og eftir síðustu jól vorum við hvött til að bjóða það til sölu.

71352EC5-70DB-49F4-940E-747E2FAFD109.jpg
70D23A36-EB8B-4B9F-B865-239977279CB1.jpg
253ADD55-EE54-4292-810B-9FE3AEBDE1E1.jpg
C5524E09-E7A0-4A01-A588-DB1BBD5AA01B.jpg
IMG_4312.jpg

Þetta er samstarfsverkefni okkar skötuhjúa, húsfreyjan hannar dagatalið en húsbóndinn býr til standana. Spjöldin eru úr veglegum pappír í stærð A5 og standarnir eru handunnir úr eik. Mjög skemmtilegt verkefni og kemur vel út að okkar mati.

IMG_6105.jpg
IMG_6121.jpg

Það skemmir ekki fyrir að standarnir eru úr eik sem er afgangs og færi annars til spillis.

Plastlaus og falleg gjöf, sem hægt er að panta hér á síðunni, í gegnum Facebook síðuna okkar eða Instagram.

3D4433D5-B169-4CCF-83ED-C0D7D0EBCB9B.JPG
IMG_4400.jpg

Jólin leggjast annars vel í okkur hér við lækinn, en planið er að halda okkar fyrstu jól í húsinu okkar. Síðustu jól höfum við flúið eitthvert annað þar sem ekki er hægt að halda jól án eldhúss. En núna erum við bæði með eldhús og stofu og verður yndislegt að halda okkar fyrstu jól hérna sem fjögurra manna fjölskylda.

Eitt á húsið, tvö í munninn

Eitt á húsið, tvö í munninn

Húsið okkar er þó ekki tilbúið en alveg nóg til að fari vel um okkur. Það eru því engar kröfur hér um fullkomin jól, bara að hafa það notalegt og muna að þetta er hátíð barnanna.

Bestu jólakveðjur frá fjölskyldunni við lækinn!

Skenkur

Skenkur

Gólfin, aftur

Gólfin, aftur